1

Pólýhúðun eða dufthúðun svipar til sprautulökkunar en er mun sterkari vörn.

Polýhúðun kemur í formi dufts sem er úðað á hlutinn sem á að pólýhúða. Þetta er gert í sérstökum klefa með byssu sem myndar um 80.000 volta spennu. Málmurinn sogar að sér duftið þangað til hann er full þakinn dufti. Hluturinn fer síðan í bakarofn 180° – 200°C í 10-30 mínútur. Farnar eru 1-3 umferðir eftir því hvaða álag hluturinn þarf að þola.

Athugið að í flestum tilfellum þarf að sandblása eða sýruþvo hlutina áður en þeir eru pólýhúðaðir.

 

Klefi

Stærðir hluta sem á að pólýhúða

Tækjakostur okkar er nýr af nálinni og af bestu gerð. Bakarofn sem við notum til að herða efnið/lakkið takmarkar stærðir hluta sem við getum pólýhúðað.
Hæð: 1,8 lm   Lengd:2,8 lm   Breidd:1,5 lm

 

 

 

3

Litir og áferðir

Miklir möguleikar skapast við pólýhúðun. Til eru þúsundir lita sem hægt er að panta en Flexo er með staðlaða liti á lager. Hægt er að búa til ýmsar áferðir með ýmsum litum, mismunandi glans eða matt, króm, grófa áferð og sanserað. Hér er hægt að sjá litaúrval:

http://www.prismaticpowders.com/powder-coating-colors/

 

 

 

4

Hvað er hægt að pólýhúða ?

Allt járn er hægt að pólýhúða og ýmsa hluti:

Álprófíla – Bílafelgur – Bílahluti – Skipahluti – Handrið – Húsgögn – Húsmuni – Hillur og innréttingar – Skrautmuni og margt fleira.

Hér er hægt að sjá hluti sem búið er að pólýhúða: http://www.prismaticpowders.com/gallery/

 

Fyrirtækið

Gott að vita áður en mætt er á staðinn

Misjafnt er hvað þarf að gera áður en pólýhúðað er, allajafna þarf að sýruþvo hluti til þess að hreinsa alla fitu og óhreinindi í burtu. Ef hluturinn er lakkaður þarf að sandblása hann. Hlutir sem eru löðrandi í olíu eins og bílahlutir verður að olíuhreinsa áður og rukkum við aukalega fyrir það.
Best er að koma með hlutina eins hreina og hægt er til okkar.

Hlutir eins og raftæki geta verið mjög misjöfn að vinna. Sum tæki eru einfaldlega of flókin fyrir okkur að taka í sundur og setja saman en önnur eru einföld.

Allt sem er pólýhúðað fer inn í 200°c heitan ofn og þess vegna þarf að passa að ekki séu áfastir hlutir sem ekki þola hitann.

Við erum ekki með verðlista vegna þess að mjög erfitt er að verðleggja hluti þar sem þeir eru svo misjafnir, vinsamlegast leitið tilboða.