2Hvað er sandblástur?

Þegar hlutir eru sandblásnir notum við sérstakan sandblásturskassa.

Fínum sandi er blásið með mjög háum þrýsting á hlutina þangað til þeir eru hreinir.
Hægt er að hreinsa flest lakk og króm af hlutum en það er misjafnlega erfitt eftir því með hverju þeir eru húðaðir.

 

5Stærðir hluta sem á að sandblása.

Tækjakostur okkar er nýr af nálinni og af bestu gerð. Sandblásturkassinn sem við notum til að sandblása takmarkar stærðir hluta sem við getum sandblásið.

Hæð:  0,8 lm
Dýpt:  0,9 lm
Breidd: 1,9 lm

 

 

Hvað er hægt að sandblása?

Hægt er að sandblása nánast alla málma, vinsamlegast hafið þó samband ef um annað er að ræða en málma.

Gott að vita áður en mætt er á staðinn.

Allt sem við sandblásum þarf að vera laust við olíu og fitu að mestu.
Ástæðan fyrir því er að olía og fita skemmir sandinn í sandblásturskassanum.
Best er að koma með hlutina eins hreina og hægt er til okkar.

Við erum ekki með verðlista vegna þess að mjög erfitt er að verðleggja hluti þar sem þeir eru svo misjafnir, vinsamlegast leitið tilboða.